Opnunartími Formal í mars og apríl

Opið er fyrir mátun á miðviku- og fimmtudögum milli 14.00 og 17.00, fyrir þá sem misstu af okkur í skólunum en vilja panta húfu. Þeir sem að vita sína stærð er bent á að hægt er að panta allar okkar vörur hér á Formal.is. Einnig er alltaf hægt að ná okkur í síma 555 7600.
Afhending hefst svo í byrjun maí og munu allir sem pantað hafa húfu fá tölvupóst með frekari upplýsingum og opnunartíma þegar nær dregur.

Afhending í fullum gangi í verslun Formal

1. desember hófst afhending á öllum pöntuðum útskriftarhúfum í verslun Formal á Eiðistorgi. Það verður opið alla virka daga til 19 desember milli tvö og fimm. Þeir sem eiga eftir að panta útskriftarhúfu geta komið á opnunartíma verslunarinnar og keypt sér húfu, tekur aðeins 5 mínútur að útbúa húfuna þar sem við saumum alltaf fleiri húfur en eru pantaðar á skólakynningum fyrr á önninni.

Jólakveðjur,
Starfsfólk Formal

Opið á fimmtudögum fyrir mátanir

Formal stúdentshúfur

Allar gerðir af útskriftarhúfum

Þá fer skólakynningum að ljúka en Formal á aðeins eftir að heimasækja örfáa skóla sem útskrifa nemendur þetta haustið. Næsta fimmtudag, 30. okt., og alla fimmtudaga í nóvember verður verslunin opin milli þrjú og fimm. Þá er hægt að kíkja við, skoða úrvalið og leggja inn pöntun á útskriftarhúfu.

Afhending hefst svo ca. mánuði fyrir útskrift en afhendingin verður auglýst sérstaklega og þá verður opið alla virka daga.

Minnum á að hægt er að skoða úrvalið og ganga frá pöntun á vefsíðu Formal.

css.php