Opið á fimmtudögum fyrir mátanir

Formal stúdentshúfur

Allar gerðir af útskriftarhúfum

Þá fer skólakynningum að ljúka en Formal á aðeins eftir að heimasækja örfáa skóla sem útskrifa nemendur þetta haustið. Næsta fimmtudag, 30. okt., og alla fimmtudaga í nóvember verður verslunin opin milli þrjú og fimm. Þá er hægt að kíkja við, skoða úrvalið og leggja inn pöntun á útskriftarhúfu.

Afhending hefst svo ca. mánuði fyrir útskrift en afhendingin verður auglýst sérstaklega og þá verður opið alla virka daga.

Minnum á að hægt er að skoða úrvalið og ganga frá pöntun á vefsíðu Formal.

Skólakynningar á næsta leyti

Nú þegar nýtt skólaár hefur gengið í garð styttist í að Formal stúdentshúfur mæti í framhaldsskóla landsins sem útskrifa nemendur þetta haustið. Eins og áður fara kynningar og mátanir fram í skólunum á fyrri hluta annarinnar og húfurnar síðan afhentar mánaðarmótin nóvember desember.

Kynningar fyrir hvern skóla verða auglýstar sérstaklega innan skólans og ættu ekki að fara framhjá neinum. Minnum á að hægt er að hafa samband á formal@formal.is til að panta kynningu fyrir húfu- og útskriftarnefndir.

formal studentshufur vor 2014

Afhending gekk vonum framar

Þá er afhendingu á pöntuðum útskriftarhúfum lokið þetta vorið. Vel á annað þúsund viðskiptavina sóttu húfuna sína í verslun Formal eða fengu hana senda í pósti. Einhverjir skólar eiga þó enn eftir að útskrifa nemendur og má þar nefna Menntaborg, MA og Keili og tökum við enn við pöntunum í gegnum vefverslunina okkar. Allar pantanir fara í póst næsta virka daga.

Verslun Formal verður lokuð í sumar en opnar aftur næsta vetur.

Að lokum óskum við öllum viðskiptavinum okkar til hamingju með áfangann og þökkum í leið fyrir viðskiptin.

Kveðja,
Formal stúdentshúfur

css.php