Um Formal

Að klára framhaldsskólapróf eru merkileg tímamót í lífi hvers nemenda. Útskriftarhúfan er tákn þessara tímamóta sem og minnisvarði góðra minninga um aldur og ævi.

Formal Stúdentshúfur var stofnað veturinn 2008. Frá upphafi hefur Formal boðið upp á bestu kjörin þegar valið snýr að vandaðri vöru. Húfurnar eru íslensk hönnun og mikið er lagt upp úr gæða saumaskap. Formal Stúdentshúfur bjóða upp á flestar gerðir útskriftarhúfna og leita sífellt leiða til að bæta bæði þjónustu og vöruúrval. Formal hefur ávallt leitt markaðinn þegar kemur að vörunýjungum.

Formal - Slideshow07

Frá og með vorinu 2014 eru útskriftarhúfur frá Formal með götuðu leðri í höfuðbandi ásamt svampi við enni til þess að húfurnar séu sem þægilegastar fyrir útskriftarnema. Í byrjun árs 2017 var bætt við vegan valmöguleika fyrir þá sem vilja ekki versla leður vörur. Hér á vefsíðu Formal er hægt að skoða góðar myndir af útskriftarhúfunum og á facebook síðu okkar. Við hvetjum þig til að fylgjast með okkur og velja Formal þegar þú útskrifast.

Eitt af því sem Formal leggur mikið upp úr er góð þjónusta. Við höldum kynningar í framhaldsskólum landsins þar sem nemendur geta látið mæla sig og skoðað allar okkar vörur. Við sendum pantanir hvert á land sem er ef óskað er eftir því. Verslun okkar er á Sundaborg 5, 104 Reykjavík. Upplýsingar um opnunartíma má finna hér. Ef einhverjar spurningar um okkur eða okkar þjónustu vakna ekki hika við að hafa samband og við svörum um hæl.

Með kveðju,

Sarfsfólk Formal ehf

css.php