Skólakynningar búnar – Mátunartímar alla miðvikudaga 16-18

Nú hefur Formal lokið skólakynningum fyrir útskriftarnemendur þessa almanaksárs. Við heimsóttum hér um bil alla framhaldsskóla landsins á árinu.

Viði hittum marga efnilega nemendur sem tóku vel í vöruúrvalið hjá Formal stúdentshúfum. Við sendum pöntunarlista til allra skóla sem óskuðu eftir því og bendum á að það er enn hægt að fá þá senda ef skólar óska eftir því.

Endilega nýtið ykkur vefsíðuna Formal.is. Þar geta nemendur gengið frá sinni pöntun á einfaldan og þægilegan máta.

Að lokum viljum við benda þeim sem ekki hafa pantað sína útskriftarhúfu á opna mátunartíma alla miðvikudaga í nóvember milli klukkan 16-18 í verslun okkar á Eiðistorgi.