Bronspakkinn

Clear

Product Description

Íslenska stúdentshúfan frá Formal stúdentshúfur er einstök og ber af hvað gæði varðar!

Húfan kemur í 28 stærðum þannig allir geta fundið sína réttu stærð, húfan er á nokkurn hátt sérsaumuð á hausinn þinn. Frágangurinn innan í húfunni er eins og best verður á kosið en allar húfur frá Formal koma með ekta leðri sem gatað hefur verið með nákvæmu millibili til að lofta sem best um höfuð þess sem ber húfuna. Svampur undir leðrinu við ennið kemur í veg fyrir að húfan búi til far enda vill enginn vera með línu á enninu á útskriftardaginn.

Kollinn á húfunni er hægt að fjarlæga en þá þarf aðeins að losa stúdentsstjörnuna (sama á við um öll önnur merki) og festa hana síðan aftur þegar kollurinn hefur verið fjarlægður.

Til verja húfuna gegn óhreinindum fylgir svartur satínpoki en auk hans koma allar húfur í sérstökum kassa sem sér til þess að húfan geymist í upprunalegu formi.

Afhending á pöntuðum húfum hefst um mánuði fyrir útskrift, tilkynnt er sérstaklega með tölvupóst þegar afhending hefst í verslun Formal. Sé afhending þegar hafin og styttra en mánuður í útskrift tekur um þrjá daga að útbúa húfuna, Formal sendir þó alltaf tölvupóst þegar varan er tilbúin til afhendingar.

Til að panta þarf að velja námsbraut hér að ofan eftir það þarf að fylla út formið og ganga frá greiðslu.

css.php