Archive | Fréttir

RSS feed for this section

Styttist í afhendingu á pöntuðum húfum | Enn hægt að panta húfur!

Fyrr í nóvember kláruðust allar kynningar í skólum landsins sem Formal heimsótti þessa vorönnina. Afhending hefst í verslun Formal 2. desember en þá verða bæði pantaðar húfur afgreiddar og þeir sem eiga eftir að panta geta komið og fengið Brons- eða Silfurpakka á staðnum. Þeir nemendur sem völdu að fá húfuna senda með pósti ættu að fá sendingu 5.-8. desember.

Minnum á opnunartíma verslunar sem staðsett er í Sundaborg 5 en opið er alla virka daga milli 14:00 og 17:00 í nóvember og milli 13:00 og 17:00 í desember.

Hægt er að senda okkur skilaboð á póstfangið formal@formal.is eða skilaboð í gegnum Facebook Messenger

Síðasti opnunardagur

Í dag, 31. maí, er síðasti opnunardagur okkar hér í Sundaborg 5. Ef þig vantar enn húfu eða átt eftir að sækja, endilega kíktu á okkur! Ef þú kemst ekki í dag, hafðu samband í síma eða á facebook.

Afhending fyrir vorútskrift

Afhending á stúdentshúfum hófst nýlega og er opið í verslun okkar í Sundaborg 5 á milli 13 og 17.

Ef eftir á að panta húfu er hægt að gera það hér á vefnum (einungis silfurpakki) eða að mæta til okkar og við finnum réttu húfuna.

css.php