Archive by Author

Stúdentshúfur Formal

Síðustu kynningarnar að klárast og mátunar miðvikudagar að hefjast!

Síðustu vikur höfum við hjá Formal farið víða og heimsótt nánast alla skólana á landinu. Í lok þessarar viku lýkur skipulögðum skólaheimsóknum og hefur þá Formal heimsótt alla skóla landsins sem þegið hafa heimsókn frá Formal. Alltaf eru einhverjir sem komast ekki á þeim tíma sem heimsóknirnar eru, nemendur geta þá pantað húfu inn á vefnum okkar eða mætt í verslunina okkar að Eiðistorgi 11 á miðvikudögum milli fjögur og sex.

Opið verður alla miðvikudaga frá og með 12. mars en þá geta stúdentar, iðnnemar, sjúkraliðar, félagsliðar, starfsbrautarnemar, snyrtifræðinemar og fleiri mætt, mátað og pantað. Afhending hefst síðan 2. maí og verður þá opið alla virka daga frá þrjú til sex.

Panta myndatöku

Upprennandi módel óskast fyrir Formal stúdentshúfur

Við hjá Formal Stúdentshúfum óskum eftir framhaldsskólanemendum til að sitja fyrir  hjá Formal.
Myndirnar verða notaðar markaðsefni Formal.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband á formal@formal.is í gegnum facebook síðu Formal, æskilegt er að mynd af viðkomandi fylgi með.
Við hlökkum svo til að mæta til ykkar í framhaldsskóla landsins á næstunni.

Gleðikveðjur frá okkur hjá Formal

formal studentshufur vor 2014

Afhending í fullum gangi

Verslun Formal opnaði 6. desember síðastliðinn og mætti fjöldi stúdentsefna að sækja húfuna sína. Við erum með opið alla virka daga milli þrjú og sex.

Allar pantanir eru tilbúnar til afhendingar í verslun okkar og þeir sem pöntuðu að senda á pósthús ættu að fá miða inn um lúguna á næstu dögum. Enn er hægt að panta stúdentshúfur og stendur valið á milli silfur- og bronspakka. Hægt er að ganga frá pöntun og greiðslu inn á vefnum okkar eða koma í verslun okkar þar sem stúdentinn er mældur og fær húfuna samstundis.

 

css.php