Archive by Author

Skólakynningar á næsta leyti

Nú þegar nýtt skólaár hefur gengið í garð styttist í að Formal stúdentshúfur mæti í framhaldsskóla landsins sem útskrifa nemendur þetta haustið. Eins og áður fara kynningar og mátanir fram í skólunum á fyrri hluta annarinnar og húfurnar síðan afhentar mánaðarmótin nóvember desember.

Kynningar fyrir hvern skóla verða auglýstar sérstaklega innan skólans og ættu ekki að fara framhjá neinum. Minnum á að hægt er að hafa samband á formal@formal.is til að panta kynningu fyrir húfu- og útskriftarnefndir.

formal studentshufur vor 2014

Afhending gekk vonum framar

Þá er afhendingu á pöntuðum útskriftarhúfum lokið þetta vorið. Vel á annað þúsund viðskiptavina sóttu húfuna sína í verslun Formal eða fengu hana senda í pósti. Einhverjir skólar eiga þó enn eftir að útskrifa nemendur og má þar nefna Menntaborg, MA og Keili og tökum við enn við pöntunum í gegnum vefverslunina okkar. Allar pantanir fara í póst næsta virka daga.

Verslun Formal verður lokuð í sumar en opnar aftur næsta vetur.

Að lokum óskum við öllum viðskiptavinum okkar til hamingju með áfangann og þökkum í leið fyrir viðskiptin.

Kveðja,
Formal stúdentshúfur

Ekki of seint að panta útskriftarhúfuna

Stúdentshúfur, iðnnemahúfur, félagsliðahúfur, sjúkraliðahúfur, starfsbrautarhúfur og útskriftarhúfur Keilis

Stúdentshúfur, iðnnemahúfur, félagsliðahúfur, sjúkraliðahúfur, starfsbrautarhúfur og útskriftarhúfur Keilis

Aldrei of seint að panta
Við afgreiðum húfur alveg fram á útskriftardaginn sjálfan en við ráðleggjum verðandi stúdentum að ganga frá pöntun töluvert fyrir stóra daginn. Við bjóðum upp á mátanir alla miðvikudaga í apríl milli fjögur og sex í verslun okkar á Eiðistorgi. Auk þess að ganga frá pöntun á mátunarmiðvikudögum þá er hægt að panta á vefsíðunni okkar.

Afhending á útskriftarhúfum
Afhending á pöntuðum stúdentshúfum hefst 2. maí og verður opið alla virka daga milli þrjú og sex. Þeir nemendur sem pöntuðu húfu á skólakynningum Formal eða á vefnum geta þá mætt og sótt húfuna sína. Aðrir sem eiga eftir að panta húfu geta komið í verslunina okkar, við tökum höfuðmál og nemendur versla þá húfu sem þeim lýst best á.

Íslensk útskriftarhúfa – Íslensk hönnum
Íslenska stúdentshúfan frá Formal stúdentshúfur er einstök og ber af hvað gæði varðar! Það sama má segja um aðrar útskriftarhúfur sem standa nemendum til boða en Formal býður upp á iðnnemahúfur, sjúkraliðahúfur, félagsliðahúfur, starfsbrautarhúfur og útskriftarhúfu Keilis.

Gæði og ýmsir aukahlutir
Húfan kemur í 28 stærðum þannig allir geta fundið sína réttu stærð, húfan er á nokkurn hátt sérsaumuð á hausinn þinn. Frágangurinn innan í húfunni er eins og best verður á kosið en allar húfur frá Formal koma með ekta leðri sem gatað hefur verið með nákvæmu millibili til að lofta sem best um höfuð þess sem ber húfuna. Svampur undir leðrinu við ennið kemur í veg fyrir að húfan búi til far enda vill enginn vera með línu á enninu á útskriftardaginn.

Kollinn á húfunni er hægt að fjarlæga en þá þarf aðeins að losa stúdentsstjörnuna (sama á við um öll önnur merki) og festa hana síðan aftur þegar kollurinn hefur verið fjarlægður.
Til verja húfuna gegn óhreinindum fylgir svartur satínpoki en auk hans koma allar húfur í sérstökum kassa sem sér til þess að húfan haldi sinni í upprunalegu lögun. Allt þetta er innifalið í Bronspakkanum.

Hinir pakkarnir
Í Silfurpakkanum bætist við vatnsfráhrindandi kollur og hnappar með útskriftar ártali. Val er um gyllta og silfraða hnappa.

Í Gullpakkanum bætist við útsaumar aftan í húfuna. Bjóðum upp á fjóra liti í þráðnum sem er notaður í útsauminn, gull, silfur, svartur og hvítur. Algengt er að stúdentar velji að láta sauma nafnið sitt aftan í húfuna.

Í Platinumpakkanum bætist við glæsilegt kampavínsglas. Glasið er merkt með merki skólans, útskriftar ártali og nafni stúdents. Glasið má setja í uppþvottavél.

Kynntu þér pakkana betur með því að smella hérna.

css.php