Algengar spurningar

Hvernig panta ég húfu ?

Hægt er að panta hér á vefsíðu Formal. Einnig er hægt að fylla út pöntunarblað á húfudaginn þegar Formal mætir í skólann þinn.

Hvenær er húfan afhent?

Afhending hefst nokkrum vikum fyrir útskrift og eru húfurnar afhentar í verslunni okkar sem staðsett er í Sundaborg 5.

Hvernig borga ég?

Hægt er að borga í gegnum heimasíðuna okkar með kreditkorti, fá sendar upplýsingar til að millifæra eða einfaldlega greiða í verslun þegar að húfan er sótt.

Er hægt að taka hvíta kollinn af ?

Húfan okkar er á allan hátt hefðbundin íslensk stúdentshúfa. Hægt er að taka hvíta kollinn af og er hún þá svört undir.

Hvaða stærðir býður Formal uppá?

Við bjóðum upp á húfur frá 52cm til 65cm í ummál og allar stærðir þar á milli.

Hvar sæki ég húfuna?

Við erum með glæsilega verslun á Sundaborg 5, 104 Reykjavík.

Hvenær sæki ég húfuna mína ?

Til þess að geta boðið uppá besta mögulega verð erum við með opnum verslunar takmarkaða við mánuðinn í kringum útskriftir. Hafir þú pantað frá okkur húfu færðu sendann tölvupóst varðandi opnun og opnunartíma. Einnig verður hægt að nálgast þessar upplýsingar á heimasíðu okkar þegar að þær liggja fyrir.

Hvað ef að ég missti af ykkur í skólanum mínum ?

Þá er t.d. hægt að panta hér á vefsíðu Formal.

Get ég komið að skoða húfurnar utan þess tíma sem að verslunin er opin ?

Nei en hægt er að skoða myndir af öllum vörunum okkar hérna á vefsíðunni.

Er ábyrgð á húfunum frá Formal?

Við ábyrgjumst allar okkar vörur, ef upp kemur einhver galli þá bætir Formal vöruna.

Ef svarið við spurningu minni er ekki hér að ofan hvert leita ég þá?

Þá er einfaldlega að smella á Hafa samband hér efst á síðunni og við svörum innan sólarhrings.

css.php