Afhending hefst mánudaginn 4. maí

Allt klárt fyrir afhendingu!

Það verður opið í verslun Formal alla virka daga í maí milli tvö og fimm en verslun Formal er í Sundaborg 5, 104 Reykjavík. Með öðrum orðum: beint á móti Laugarásbíói.

Afhending utan höfuðborgarsvæðisins

Afhending í skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í höndum skrifstofu skólana nema annað hafi verið tekið fram en við sendum þeim húfurnar í byrjun maí. Skrifstofan sendir síðan út tilkynningu um hvenær þær verða afhentar nemendum. Þeir sem pöntuðu að fá húfuna heim að dyrum eða á pósthús fá húfuna einnig í byrjun maí.

Greiðslur

Greiða þurfti pöntunina fyrir miðjan síðasta mánuð, hafir þú ekki ennþá greitt þá mælum við því að þú kippir því í liðinn. Ef þú sérð ekki greiðsluseðil í heimabankanum og ert ekki búin að greiða fyrir húfuna, hafðu þá samband og við leysum málið. Einhverjir pöntuðu á formal.is og völdu að greiða í verslun og auðvitað stendur það.

Átt þú eftir að panta þér húfu?

Að lokum viljum við koma því á framfæri að við eigum alltaf til húfur í öllum stærðum og gerðum þannig ef einhver í kringum ykkur á eftir að panta húfu þá er ekkert mál að græja það. Tekur aðeins nokkrar mínútur að afgreiða Brons- og Silfurpakka í verslun FORMAL.

Verslun FORMAL er í Sundaborg 5